Gönguhátíð í Súðavík um verslunarmannahelgina

Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson

Gönguhátíð verður í Súðavíkum um verslunarmannahelgina dagana 29. júlí – 1. ágúst 2022.

Það eru Göngufélag Súðavíkurhrepps, Gönguhópurinn Vesen og vergangur og Súðavíkurhreppur sem standa fyrir hátíðinni en aðalfararstjórar eru þau Anna Lind Ragnarsdóttir og Barði Ingibjartsson .

Vakin er athygli á því að skráning í göngurnar þarf að liggja fyrir í síðasta lagi fimmtudaginn 28. júlí. Morgunmatur verður alla daga í Kaupfélaginu (verslun) – er innifalinn ef keyptur er pakki með öllumferðunum. Upplýsingar um göngurnar og farastjórn er á Facebook síðu gönguhátíðar.

Þær gönguferðir sem eru í boði að þessu sinni eru meðal annars á Hattardalsfjall, Lambadalsskarð, Valagil og upp á Kofra. Auk gönguferða er margt annað á dagskrá eins og grillveisla, barsvar (pub quiz) og brenna.

DEILA