Fimm tilboð í nýjan slökkvibíl fyrir Bíldudal

Síðasta mánudag voru opnuð tilboð í nýjan slökkvibíl fyrir Vest­ur­byggð sem áætað er að stað­setja á Bíldudal.

Tilboð bárust frá eftir­töldum aðilum og eru þau öll án VSK:

Angloco Ltd – EUR 687.872

Emer­gency One Ltd – EUR 556.105

Moto Truck – EUR 492.000

Fastus – EUR 578.000

Ólafur Gíslason & Co ehf – EUR 550.335

Í íslenskum krónum eru tilboðin frá rúmum 68 milljónum til þess að vera tæpar 96 milljónir án VSK.

Á vefsíðu Ríkiskaupa kemur fram að kostnaðaráætlunin var EUR 430.000 án VSK.

DEILA