Enn er María Júlía í höfn á Ísafirði

María Júlía

Enn liggur María Júlía bundin í höfn á Ísafirði.

Málefni Maríu Júlíu eru að verða aðkallandi því skipið er orðið mjög illa farið og lekt. „Hafnarstjórn hefur sagt að skipið verði að fara úr höfninni vegna ástands þess,“ segir Jóna Símónía Bjarnadóttir, forstöðumaður Byggðasafnsins. Í viðtali við Fréttablaðið í september 2020 og hún bætti við „Það hefur lekið lengi og alltaf hætta á að það sökkvi.“

Þrátt fyrir að birt sé bréf frá forseta Íslands og frásögn um að veita 15 m.kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til að styrkja flutning skipsins Maríu Júlíu BA 36 í slipp á Húsavík er ekki að sjá að skipið sé að fara að leysa landfestar á næstunni.

DEILA