Almenningssamgöngur – Norðanverðir Vestfirðir ekki með

Vegagerðin býður út og hefur umsjón með samningum á 25 akstursleiðum almenningsvagna milli byggða á landsbyggðinni. Vegagerðin sinnir bæði beinum rekstri en sér einnig um að úthluta styrkjum til sveitarfélaga
sem sjá um rekstur nokkurra akstursleiða.
Mikil fækkun hefur verið í hópi notenda landsamgangna síðustu tíu árin og algjört fall hefur orðið í farþegafjölda síðustu tvö árin. Þær leiðir þar sem nýtnin er mest eru leiðir 51 milli Reykavíkur og Hafnar, leið 52 milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar, leið 55 milli Reykjavíkur og Keflavíkur og leið 57 milli Reykjavíkur og Akureyrar.

„Markmið okkar eru fjölmörg og metnaðarfull. Við viljum að almenningssamgöngur á Íslandi myndi heildstætt og samþætt leiðarkerfi sem er bæði umhverfisvænt og hagkvæmt. Og við viljum þjóna íbúum og stuðla að jöfnun á aðgengi að almenningssamgöngum,“ segir Halldór Jörgensson forstöðumaður almenningssamgangna Vegagerðarinnar.

Á fundi hjá Vegagerðinni fór Halldór yfir þessi mál og sagði:

„Í fyrsta lagi þurfum við að endurnýja leiðarkerfið og búa til örugga tengingu á milli ferðakosta með ferjum, flugi og almenningsvögnum. Þetta verkefni er stöðugt í gangi og okkur þykir mikilvægt að skipuleggja leiðir með þarfir íbúa og góða nýtingu fjármagns að leiðarljósi,“ segir Halldór og áréttir að bæði þurfi að huga að vinnusóknartengingu og félagslegri tengingu. „Vegagerðin vill vinna náið með fólkinu sem býr úti á landi til að finna bestu leiðirnar og tengingarnar á samþættingu við aðra vagna á borð við innanbæjarvagna og skólabíla sem aka innan sveitarfélaga.
Í öðru lagi þarf að tryggja að ferðamátinn sé samkeppnishæfur. „Fargjöld þarf að samræma og mega ekki vera of dýr og við vinnum nú að því að ákvarða hvernig við viljum verðleggja þjónustuna.
Í þriðja lagi er stefnt að orkuskiptum í takt við loftslagsmarkmið. „Þessu ætlum við að ná með því að setja í útboð kröfur eftir því sem hægt er út frá því fjármagni sem við höfum úr að spila.
Í fjórða lagi þarf að gera biðstöðvar utan þéttbýlis betri m.a. til að tryggja öryggi farþega á biðstöðvum, flugstöðvum og ferjuhöfnum. Aðgengi að þjónustu þarf að vera eins og best verður á kosið, þar með talið fyrir fatlaða og hreyfihamlaða. „Það er mikilvægt að biðstöðvar séu rétt hannaðar og við erum komin af stað með þetta verkefni.
Í fimmta lagi þarf að byggja upp samgöngumiðstöðvar og gera fýsileikakönnun á uppbyggingu þeirra.
Í sjötta lagi þarf að vera til staðar gagnvirk þjónustuveita sem veitir betra aðgengi að upplýsingum um leiðir milli áfangastaða og sem auðveldar farmiðakaup hvort sem ferðast er með strætó eða ferjum.
Í sjöunda og síðasta lagi þarf að greina möguleika á samgöngu- og deiliþjónustu og hvernig megi aðlaga lagaumhverfið að þessum þáttum.“ Að sögn Halldórs er nú unnið að þessu

DEILA