Af hverju er Rauðisandur rauður?

Rauðasandur, sem einnig er nefndur Rauðisandur í nefnifalli, er sunnarlega á Vestfjarðarkjálka, fyrir austan Látrabjarg. Það er einföld skýring á litnum á Rauðasandi. Sandurinn fær lit sinn af skeljum hörpudisks.

Hörpudiskur finnst í flestum landshlutum en hann er langalgengastur í Breiðafirði.

Hörpudiskur lifir fyrst og fremst í hörðum malarbotni eða grófum skeljasandsbotni þar sem hann grefur sig niður. Þar sem skilyrði eru hagstæð geta allt að 100 eintstaklingar lifað á einum fermetra en það eru um 5-6 kg.

Þegar dýrin deyja sér brimið um að brjóta skeljarnar niður og brotunum skolar upp á ströndina. Margar fisktegundir lifa á skelfiski og mikið af skeljasandi hefur farið í gegn um fiskmaga áður en hann kemur upp á ströndina.

Litur á skeljasandi er mismunandi eftur skeljategundum. Í Sauðlauksdal er sandurinn til að mynda bláhvítur af kræklingi.

Af vísindavefur.is

DEILA