Vestri selur Diogo Coehlo til FK Suduva í Litháen

Knattspyrnudeild Vestra hefur samþykkt tilboð frá FK Sūduva í bakvörðinn Diogo Coelho og hefur hann skrifað undir samning við þá.

Vestri þakkar Diogo fyrir dvölina hjá klúbbnum en hann hefur staðið sig með miklum sóma síðan hann kom og verið til fyrirmyndar í allri sinni framkomu.

Diogo lék árin 2018 og 2019 samtals 31 leik með ÍBV. En árin 2021 og 2022 lék hann 42 leiki með Vestra.

DEILA