Vestfirðir í vörn eða sókn?

Vestfirðir í vörn eða sókn? er spurningin sem lögð er fyrir frummælendur á ársfundi Vestfjarðastofu sem haldinn verður þriðjudaginn 14. júní næstkomandi.

Frummælendur á fundinum eru þau Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins, Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi , Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Á fundinum verða jafnframt kynnt áform um stofnun nýs fjárfestingasjóðs á Vestfjörðum og munu Runólfur Ágústsson og Valdimar Ármann frá Arctica Finance kynna þau áform.

DEILA