Útskrift úr smáskipanámi

Mánudaginn 13. júní útskrifuðust 23 nemendur úr Smáskipanámi í skipstjórn.

Það er löng hefð fyrir smáskipanámi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða en því miður lá það niðri í um þrjú ár vegna reglugerðabreytinga og ýmissa hindrana.

Um tíma var ekki ljóst hvort hægt væri að halda áfram með námið hér á svæðinu en með þrautseigju og hjálp góðra aðila tókst að útfæra það og fá tilskilin leyfi fyrir kennslunni.

Kennslan í náminu var mikið til í höndum Hjalta Más Magnússonar en einnig komu kennarar hjá Tækniskólanum að kennslunni og sáu um staðlotur í hermum í Reykjavík. Aðrir kennarar voru Jóhann Bæring Gunnarsson og Nanna Bára Maríusdóttir. Sólveig Bessa Magnúsdóttir hélt utan um námið fyrir hönd Fræðslumiðstöðvarinnar.

Fyrirhugað er að bjóða aftur upp á smáskipanám í skipstjórn í haust og þá einnig í vélstjórn en vélstjórnanámið hefur líka legið niðri um tíma.

DEILA