Umframafli strandveiða fyrstu sex vikurnar 2022

Þeir 26 bátar sem komið hafa með mestan umframafla fyrstu 6 vikurnar

Samtals 511 bátar af þeim 668 bátum sem hafa fengið leyfi til strandveiða hafa komið með umframafla að landi fyrsu 6 vikur strandveiðitímabilsins. Samtals er um að ræða 78,715 kg. Mest á svæði A þar sem umframaflinn er 51,195 kg.

Af einstökum bátum hefur Arnar ÁR 55 komið með mestan umframafla 1,425 kg næst er Ingibjörg SH 174 með 1,191 kg og þar á eftir Doddi SH 223 með 988 kg. Aðrir bátar eru með minna en 700 kg í umframafla.

Mestum umframafla hefur verið landað á Patreksfirði 10,343 kg

DEILA