„Þetta er alveg óþolandi“

Þetta er alveg óþolandi segir Pálína Jóhannsdóttir móðir þriggja barna í knattspyrnu á Ísafirði. Þar á hún við sífelld forföll liða af höfuðborgarsvæðinu þegar þau eiga að heimsækja Ísafjörð og aðra staði í fjarlægð frá Reykjavík.

Hún segir að þetta snúist ekki um einstök tilfelli heldur sé það algengt að lið í yngri flokkum sem eigi að mæta í íþróttakeppni á Ísafirði afboði komu sína.

Hún segist telja að að hún hafi áður skrifað um 15 færslur á facebook þar sem hún gagnrýnir þetta háttalag félaganna á höfuðborgarsvæðinu og það séu allt tilvik sem snúi að hennar börnum svo að tilvikin séu örugglega miklu fleiri.

Hún segir að nú sé verið að telja saman hjá Vestra tilvik sem upp hafi komið á síðust árum þar sem lið hafi ekki mætt til leiks.

DEILA