Styrkur frá Forriturum framtíðarinnar

Úthlutun úr sjóði Forritara framtíðarinnar hefur nú farið fram og styrkti sjóðurinn 18 skóla víðs vegar um landið og í þeim hópi voru Grunnskólarnir á Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði.

Styrkir skiptast í tvo meginflokka, annars vegar er úthlutað um 1,9 milljónum króna vegna námskeiða sem kennarar geta sótt til að efla sig í forritunarkennslu og hins vegar er úthlutað um 3,4 milljónum króna til kaupa á smátækjum í forritunar- og tæknikennslu ásamt úthlutun á notuðum tölvubúnaði sem hollvinir FF gefa sjóðnum árlega.

Hollvinir sjóðsins árið 2022 eru: RB, Íslandsbanki, Landsbankinn, Marel, CCP, Bentley Systems og Webmo design.

DEILA