Orkuskipti á fiskeldisbátum

Blámi sem er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Vestfjarðastofu og hefur það hlutverk ýta undir og styðja við orkuskipti í samgöngum og sjávartengdum iðnaði ásamt því að efla nýsköpun á sviði orkunýtingar hefur lokið við að greina orkunotkun báta og skipa sem sinna fiskeldistarfsemi á Íslandi.

Helsta niðurstaða er sú að það eru fjölmörg tækifæri í grænorkuvæðingu og fiskeldisbàtar geta að mörgu leyti verið „brautryðjendur“ í orkuskiptum þegar kemur að sjávartengdri starfsemi.

Hægt er að draga verulega úr notkun á jarðefnaeldsneyti með því að innleiða grænar lausnir í fiskeldisstarfsemi og mikilvægt að stjórnvöld og fiskeldisfyrirtæki vinni saman að því að auka hlutdeild vistvænna orkugjafa.

Í skýrslu sem fyrirtækið hefur samið er farið yfir núverandi orkuþörf, framtíðarhorfur ásamt því að skoða hvaða vistvænu lausnir eru í sjónmáli og hvernig fyrirtæki og stjórnvöld geta unnið saman að því að draga úr losun og auka hlutdeild vistvænna orkugjafa.

Skýrsluna má nálgast hér

DEILA