ÓLAFSDALSHÁTÍÐ VERÐUR 16. JÚLÍ

Þrettánda Ólafsdalshátíðin í Gilsfirði verður haldin laugardaginn 16. júlí og líkt og áður er um glæsilega fjölskylduhátíð að ræða.

Megindagskránin verður frá kl. 13 til 17. Meðal skemmtikrafta verða Lalli töframaður, Bjartmar Guðlaugsson o.fl. Áhugaverð gönguferð með leiðsögn verður farin áður en formleg dagskrá hefst.

Sumaropnun verður í Ólafsdal 10. júlí – 1. ágúst, alla daga kl. 12-17.

Minjavernd endurreisir nú byggingar er stóðu í Ólafsdal um 1900 af miklum myndarbrag og smekkvísi. Ólafsdalur er því ferðamannastaður framtíðarinnar sem byggir á yfir 1000 ára búsetu og einstöku menningarlandslagi. 

DEILA