Námskeið í gerð þjóðbúninga

Þjóðbúningafélag Vestfjarða verður með tvö námskeið næsta vetur.

20. aldar peysufatanámskeið haust 2022 sem Guðrún Hildur Rosenkjær klæðskeri, kjólameistari og sagnfræðingur í Annríki – þjóðbúningar og skart mun kenna.

Kennt verður fjórar helgar í september til nóvember.

20. aldar upphlutsnámskeið vor 2023, kennt verður ca. aðra hvora helgi frá 6. janúar 2023.

Anna Jakobína Hinriksdóttir og Soffía Þóra Einarsdóttir kjólameistarar og kennarar í þjóðbúningasaum munu kenna.

Áhugasamir um þátttöku sendi póst á Friðgerði Ómarsdóttur fgo@simnet.is

DEILA