Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefur staðið yfir undanfarinn mánuð hér á landi. Í síðustu viku fóru fram áhafnaskipti flughersins og því gera ráð fyrir aðflugsæfingum að varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum á tímabilinu 26. til 31. maí.
Á þriðjudag var mikil flugumferð yfir Vestjörðum og samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar voru flugvélar ítalska flughersins að sinna hefðbundinni loftrýmisgæslu og flugu vélarnar í 30.000 feta hæð og aldrei neðar en í 25.000 feta hæð yfir Vestfjörðum.
Venjulega fljúga vélarnar í 18 – 29 þúsund feta hæð sem þýðir að þær eru minnst í 5,5 kílómetra hæð.
Vélarnar voru einungis í hefðbundnu flugi yfir Vestfjörðum, ekki lágflugi.