Háskólasetur með ljósmyndaverkefni í sumar fyrir stelpur á aldrinum 7 til 11 ára

Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir þátttakendum í sumarverkefni um tengsl stelpna við hafið.

Stelpurnar fá myndavél og fá það verkefni að túlka með ljósmyndum hvaða merkingu hafið hefur fyrir þær. Þetta er hluti af stærra verkefni sem hefur það að markmiði að varpa ljósi á stöðu minnihlutakynja í sjávartengdri starfsemi og atvinnugreinum.

Verkefnið er fjármagnað af Nýsköpunarsjóði námsmanna og stutt af Byggðasafninu á Ísafirði og Hversdagssafninu.

Foreldrar og forráðamenn stelpna sem hafa áhuga á að taka þátt í ljósmyndaverkefninu er bent á að hafa samband við verkefnisstjóra Dr. Catherine Chambers, rannsóknastjóra Háskólaseturs.

DEILA