Umhverfisstofnun, Vesturbyggð, Náttúrustofa Vestfjarða og landeigendur á Rauðasandi standa fyrir hreinsun laugardaginn 2. júlí frá klukkan 10:00 – 16:00 í sjöunda sinn.
Boðið verður upp á samlokur og drykki.
Verkefnið er unnið í tengslum við OSPAR samninginn um verndun hafrýmis Norðaustur-Atlantshaf og er einnig eitt af Bláfánaverkefnum Vesturbyggðar.
Mæting er við félagsheimilið á Patreksfirði kl: 10:00 þar sem sameinast verður í bíla en einnig er hægt að mæta á bílastæðið þar sem komið er niður af heiðinni á Rauðasand klukkan 10:40.
Öll aðstoð við að hreinsa hina dásamlega fallegu fjöru á Rauðasandi er vel þegin.