Baldur vélarvana utan við Stykkishólm

Ferjan Baldur liggur vélarvana rétt utan við hafnarmynnið á Stykkishólmi um 300 metrum frá landi. Um borð eru 102 farþegar.

Framkvæmdastjóri Sæferða segir í viðtali við Ríkisútvarpið að skipið hafa orðið vélarvana rétt eftir að það lagði af stað frá Stykkishólmi „Baldur var að fara í reglulega áætlun í morgun klukkan níu, nokkrum mínútum seinna þá kemur upp bilun í gír. Skipið er rétt komið útfyrir höfnina í Stykkishólmi þegar kemur upp bilun í gír sem að gerir það að verkum að skipið stöðvast. Skipstjóri brást við með því að kasta út akkeri, hringja í gæsluna og í þá viðbragðsaðila sem við þurfum og eigum að gera.“

Líklegt er talið að það takist að koma Baldri aftur að bryggju í Stykkishólmi með aðstoð annars skips.

DEILA