Bæjarstjórn Vesturbyggðar með fyrsta fund 9. júní

Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, Einar Helgason, Jón Árnason, Maggý Hjördís Keransdóttir, Ásgeir Sveinsson og Anna Vilborg Rúnarsdóttir.

Fyrsti fundur nýrrar bæjar­stjórnar Vest­ur­byggðar var haldinn í ráðhúsi Vest­ur­byggðar 9. júní 2022.

Bæjar­stjórn skipa nú Jón Árnason, Ásgeir Sveinsson, Þórkatla Soffía Ólafs­dóttir, Anna Vilborg Rúnars­dóttir, Frið­björn Steinar Ottósson, Guðrún Eggerts­dóttir og Svan­hvít Sjöfn Skjald­ar­dóttir.

Á fundinum var Jón Árnason var kjörin forseti bæjarstjórnar, Friðbjörn Steinar Ottósson var kjörinn fyrsti varaforseti og Ásgeir Sveinsson annar varaforseti.

Bæjarráð verður skipað þeim Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur, Jóni Árnasyni og Önnu Vilborgu Rúnarsdóttur og mun Þórkatla Soffía gegna formennsku.

Á fundinum var samþykkt að núverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar, Rebekka Hilmarsdóttir starfi áfram þar til gengið hefur verið frá ráðningu bæjarstjóra.

Samþykkt var á fundinum að bæjarráði verði falin fullnaðarafgreiðsla til að skipa í ráð og nefndir Vesturbyggðar.

DEILA