Afli í maí var 144 þúsund tonn

Heildarafli í maí 2022 var tæplega 144 þúsund tonn sem er 36 þúsund tonnum meiri afli en í maí á síðasta ári.

Botnfiskafli var 48 þúsund tonn sem er 2,8% meira en í maí í fyrra. Af botnfisktegundum var þorskaflinn rúm 25 þúsund tonn. Af uppsjávartegundum veiddist nær eingöngu kolmunni rúm, 92 þúsund tonn.

Á tólf mánaða tímabili frá júní 2021 til maí 2022 var heildaraflinn 1.517 þúsund tonn sem er 39% meira en landað var á sama tímabili ári fyrr. Þar af var uppsjávarafli tæp 1.040 þúsund tonn og botnfiskafli 448 þúsund tonn.

Örar verðhækkanir á fyrstu mánuðum ársins 2022 gera það að verkum að erfitt er að reikna út verðmæti aflans en ætla má að það sé rúmlega 26% að teknu tilliti til hækkunar á gengi krónunnar.

Upplýsingar um fiskaflann eru bráðabirgðatölur sem byggjast á upplýsingum Fiskistofu .

DEILA