Umframafli á strandveiðum

Þeir bátar sem mestu hafa landað umfram

Á strandveiðum má hver bátur landa að hámarki 650 kg. af slægðum afla í þorskígildum talið í hverri veiðiferð. Strandveiðiafli umfram það magn telst umframafli og sætir gjaldi samkvæmt reglum þar um. Undantekning er þó ef ufsa er landað sem strandveiðiafla í verkefnasjóð reiknast ekki til strandveiðiafla.

Skipstjóri ber ábyrgð á því að skráning á hafnarvog sé rétt, ufsi sem ekki er merktur sem strandveiðiafli í verkefnasjóð reiknast eins og annar bolfiskur.

Fyrstu þrjár vikur strandveiðitímabilsins hafa 356 skip landað samtals 30, 5 tonnum í umframafla, þar af hefur umframafli á veiðisvæði A verið 20,7 tonn.

Mestum umframafla hefur verið landað í Ólafsvík 4,4 tonn og æa Arnarstafa þar sem skráður umframafli er 3,7 tonn.

Á Vestfjörðum var mest landað umfram á Patreksfirði 3,6 tonn og í Bolungarvík þar sem tæpum 2 tonnum var landað umfram.

DEILA