Stelpur og strákar í Kómedíuleikhúsinu

Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk sýnir Stelpur og strákar eftir Dennis Kelly í Kómedíuleikhúsinu föstudaginn 3. júní kl. 20:00.

,,Ég hitti manninn minn í boarding-röðinni á leiðinni í easyJet flug og ég verð að segja að mér líkaði strax illa við hann.”

Óvænt stefnumót á flugvelli leiðir af sér ákaft, ástríðufullt, sjóðandi heitt ástarsamband. Fljótlega tekur hið eðlilega fjölskyldulíf við; kaupa hús, eignast börn, jöggla ferlunum – fjölskyldan þeirra er venjuleg fjölskylda. Þar til heimurinn þeirra fer að molna í sundur og hlutirnir taka óhugnanlega stefnu.

Girls and boys er einleikur eftir breska leikskáldið Dennis Kelly. Hann var fyrst settur upp árið 2018 í Royal Court Theatre í London við einróma lof gagnrýnenda. Þá lék Carey Mulligan og Lyndsey Turner leikstýrði.

Sviðslistahópurinn Fullorðið fólk setur verkið nú upp í fyrsta sinn á Íslandi í íslenskri þýðingu Matthíasar Tryggva Haraldssonar og leikstjórn Önnulísu Hermannsdóttur.

Leikkona: Björk Guðmundsdóttir

Lengd sýningr er 2 klst. og miðasala á tix.is

DEILA