SAUÐAFELLSHLAUPIÐ 2022

Strandamaðurinn Stefán Gíslason er landsþekktur hlaupar

Sunnudaginn 19. júní verður Sauðafellshlaupi haldið í 9. sinn.

Hlaupið hefst og endar við brúsapallinn á Erpsstöðum.
Hlaupið er eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585, á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin uppá Sauðafellið. Hlaupið fellið þvert og niður hjá bænum Sauðafelli og komið að þjóðvegi 60 á ný og þaðan hlaupið eftir veginum að Erpsstöðum. Hlaupaleiðin er rúmir 12 km.
Þetta er skemmtileg leið, ekki mjög erfið þó helmingur hennar sé utanvegar eða eftir slóðum, útsýni er fallegt yfir sveitina og út Hvammsfjörðinn.

Þeir sem vilja frekar hlaupa eftir vegi, geta tekið hringinn eftir þjóðvegunum 60 og 585, þá skiljast leiðir hlaupara við Fellsenda, sú leið er um 15 km. ( til valið fyrir þá sem vilja vera með og hjóla)

Boðið verður uppá barnagæslu á Erpsstöðum meðan á hlaupinu stendur, leikir og dýrin á bænum skoðuð.

Skrá þarf í gæsluna með því að senda skilaboð á Facebook-viðburðinum.

Eftir hlaupið býður Rjómabúið Erpsstaðir uppá kaffi og rjómaís! Allir fá heimagerðan orkudrykk er þeir koma á endastöð – ískalda skyrmysu og/eða rabbabaramysu.

Það verður ein drykkjarstöð á leiðinni, við bæinn Fellsenda.

DEILA