Rostungar í Selasetrinu

Selasetur Íslands opnaði Rostungasýningu í Selasetrinu á Hvammstanga á föstudaginn.

Sýningin er samvinnuverkefni með Náttúruminjasafn Íslands, sem er höfuðsafn á sviði náttúrufræða.

Á Rostungasýningunni er fjallað um nýlega rannsókn, sem Náttúruminjasafn Íslands átti frumkvæði að og varpar alveg nýju ljósi á tilvist rostunga til forna við Ísland.

Rannsóknin staðfestir að séríslenskur rostungastofn hvarf við landnám.

DEILA