Plastið í hafinu

Elizabeth Mendenhall

Hversvegna eru alþjóðlegar samþykktir um plast í hafinu að bregðast?

Föstudaginn 27. maí mun Elizabeth Mendenhall lektor við Rhode Island háskóla í Bandaríkjunum flytja erindi um plastmengun í sjó. Elizabeth Mendenhall kennir um stjórnun hafsvæða við háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum. Doktorspróf hennar er í alþjóðasamskiptum. Hún er að ljúka dvöl á Akureyri, þar sem hún hefur verið Fulbright fræðimaður við Háskólann á Akureyri.

Erindið verður að þessu sinni flutt á ensku og ber heitið: Why existing international agreements to regulate marine plastic pollution are failing.

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs Vestfjarða á 2. hæð. Erindið fer fram á ensku.

DEILA