Ofanflóðavarnir á Bíldudal ekki háðar mati á umhverfisáhrifum

Hlíðin neðan Stekkjargils og Milligilja (Verkís 2014)

Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að ofanflóðavarnir neðan Stekkkjargils og Milligilja á Bíldudal í Vesturbyggð skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 111/2021.

Ákvörðunina má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur til 1. júlí 2022.

Fyrirhuguð framkvæmd felst í gerð ofanflóðavarna fyrir ofan þéttbýlið á Bíldudal. Reistur verður 8- 14 m hár og 990 m þvergarður ofan byggðarinnar en neðan Stekkjar-, Klofa-, Merki- og Innstagils (þrjú síðastnefndu gilin kallast einu nafni Milligil). Jafnframt verða reistar þrjár 4,5 m háar keilur neðan Stekkjargils.

Einnig verður reistur um 8 m hár og 45 m langur þverveggur ofan Grunnskóla Bíldudals. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar muni taka u.þ.b. 3 ár en upphaf og framvinda ræðst af fjárframlögum til verkefnisins.

Yfirlitsmynd af svæðinu sem sýnir tillögu að skipulagi. Mynd: Landmótun
DEILA