Föstudaginn 6. maí, kl. 9:30, mun Ivan Nikonov verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun. Meistaraprófsvörnin er opin almenningi í Háskólasetrinu en er einnig aðgengileg á Zoom.
Ritgerðin ber titilinn „Using a macroalgal cultivation system in wastewater bioremediation: a case study of Bolungarvík, Iceland“ og fjallar um möguleika þess að nota stórþörunga við lífhreinsun fráveituvatns í Bolungarvík.
Leiðbeinandi verkefnisins er Daniel P. Govoni, doktorsnemi og fagstjóri við School for Internationl Training. Meðleiðbeinandi er Olga Viktorovna Zadonskaya, doktorsnemi.