Lítið um skötusel

Í skýrslu skýrsu Hafrannsóknastofnunar þar sem gerð er grein fyrir framkvæmd og helstu niðurstöðum stofnmælingar botnfiska á Íslandsmiðum sem fram fór dagana 28. febrúar til 24. mars 2022 kemur fram að síðustu sjö ár hefur magn skötusels mælst minna en árin 2003-2015 og mælingin í ár er sú lægsta frá aldamótum.

Allir árgangar skötusels frá 2008 hafa mælst slakir í samanburði við árgangana frá 1998-2007 og fyrsta mæling á árganginum frá 2021 (nú 15-30 cm) bendir til að hann sé lítill.

Mikil breyting hefur orðið á útbreiðslu skötusels frá því stofninn var í hámarki og í stofnmælingunni í ár fékkst aðeins einn skötuselur á svæðinu frá Látrabjargi norður og austur um að sunnanverðum Austfjörðum.

Útbreiðslan er því bundin við sunnanvert landið líkt og fyrir aldamót og magnið nálgast það að verða svipað og þá.

DEILA