Fjölbrautaskóla Snæfellinga vantar deildarstjóra á Patreksfirði

Staða deildarstjóra við Framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga á Patreksfirði er laus til umsóknar.
 

Deildarstjóri á Patreksfirði er nemendum til aðstoðar og stuðnings. Deildarstjórinn hefur umsjón með nemendum, aðstoðar þá í náminu og í samskiptum við kennara ef á þarf að halda.
 

Starfið felst m.a. í umsjón með daglegri starfsemi deildarinnar og aðstoð við nemendur, en þeir stunda dreifnám frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Viðkomandi fylgir nemendum í námsferðir til Grundarfjarðar, en þangað er farið að jafnaði þrisvar sinnum á önn.
 

Leitað er að einstaklingi sem hefur góða skipulagshæfileika og er lipur í samskiptum. Háskólamenntun æskileg. Einnig er mikilvægt að viðkomandi sé fljótur að tileinka sér nýjungar og sé vel tölvufær. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi góða íslenskukunnáttu.

DEILA