Bæjarhátíð eldri borgara á Þingeyri 24. maí

Bæjarhátíð eldri borgara verður haldin á Þingeyri þriðjudaginn 24. maí. Allir eldri borgarar í Ísafjarðarbæ og Súðavík eru velkomnir.

Rúta fer frá Hlíf Torfnesi kl. 13:00.

Mjög mikilvægt er að skrá sig fyrir 19. maí. Hið sama á við um fólk sem fer á eigin vegum, til að auðvelda skipulag.

14:00 Komið í hús (félagsheimilið á Þingeyri)

14:10 Leiksýning Gísli á uppsölum

14:50/15:00 Kaffiveitingar og tónlist í boði Jóns Sigurðssonar

15:15/15:20 Hægt að velja fara annaðhvort í Smiðju eða Skálann, þeir sem ekki fara neitt njóta áfram tónlistar hjá Jóni

16:30 heimferð/safnað saman í rútu

Skráning fer fram hjá öldrunarfulltrúa, estherosk@isafjordur.is

DEILA