Strandabandalagið með framboð í Strandabyggð

Frá Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Strandabandalagið er nýtt stjórnmálaafl í Strandabyggð sem býður sig nú fram til sveitarstjórnar í Strandabyggð í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Nái listinn meirihluta, er lagt til að Þorgeir Pálsson, oddviti listans, verði starfandi oddviti.  Sú ákvörðun helgast af því að mörg stór verkefni bíða Strandabyggðar og það mun einfalda alla stjórnsýslu að hafa starfandi oddvita. 

Fram undan eru verkefni sem kalla á mikla samvinnu og samráð við íbúa, skjóta ákvörðunartöku og beinar aðgerðir í þá átt að efla Strandabyggð, sérstaklega atvinnu- og byggðalega séð.  Þessi vinna miðar að því að styrkja stöðu sveitarfélagsins til framtíðar.

Bæjarins besta mun á næstunni greina frá helstu áherslumálum Strandabandalagsins.

Fyrir liggur framboðslisti 10 íbúa í Strandabyggð og að auki eru fjölmargir íbúar í baklandi Strandabandalagsins, sem vilja taka sæti í nefndum og koma að málefnavinnu listans segir í tilkynningu frá framboðinu.

Listann skipa.

  1. Þorgeir Pálsson
  2. Jón Sigmundsson
  3. Sigríður G. Jónsdóttir
  4. Guðfinna Sævarsdóttir
  5. Óskar Hafsteinn Halldórsson
  6. Grettir Örn Ásmundsson
  7.  Þröstur Áskelsson
  8. Júlíana Ágústsdóttir
  9. Þórdís Karlsdóttir
  10. Marta Sigvaldadóttir
DEILA