Stærsta grínkvöld í sögu Bolungarvíkur?

Stærsta grínkvöld í sögu Bolungarvíkur? er nafn á uppistandi sem ísfirski Bolvíkingurinn Eyþór Bjarnason stendur fyrir í Víkurbæ í Bolungarvík miðvikudagskvöldið 13. apríl kl. 21:00.

Eyþór þekkja flestir á svæðinu sem verslunarstjóra í Nettó og áhugasaman knattspyrnuþjálfara yngri flokka.

Eyþór var með sitt fyrsta uppistand í febrúar 2020 þegar Covid var að byrja.  Sýningin gekk vonum framar og var sýnd fyrir fullu húsi. Þar var m.a. Gísli Rúnar heitinn og sagði þetta vera bestu frumraun sem hann hafi séð hjá íslenskum grínista. 

Á miðvikudagskvöld er Eyþór í fyrsta sinn á heimaslóðum. Með honum á sýningunni verða þeir Vilhelm Neto og Stefán Ingvar sem settu upp sitt fyrsta uppistand “Endurmenntun” árið 2019 eftir að hafa troðið upp með Fyndnustu mínum. 

Villi og Stefán hafa þekkst síðan í menntaskóla en þeir eru báðir orðnir þekkt nöfn í uppistandi og leiklist.


DEILA