Páskabingó um borð í Freyju

Freyja á Ísafirði

Eftir annasama viku þar sem áhöfnin á varðskipinu Freyju var þátttakandi í Norðurvíkingi 2022 hélt varðskipið heim á Siglufjörð eftir að hafa haft stutta viðkomu til höfuðborgarinnar þar sem viðurkenning var veitt fyrir fimmta og síðasta græna skrefið í ríkisrekstri.

Á heimleiðinni til Siglufjarðar fór hið geysivinsæla og margrómaða páskabingó áhafnarinnar fram sem hófst með víðtækri páskaeggjaleit í skipinu áður en hátíðarkvöldverðurinn var borinn fram. Að kvöldverði loknum hófst kvöldvaka áhafnarinnar með undirspili og söng.

Rúsínan í pylsuendanum var svo bingóið sjálft þar sem spilaðar voru 12 umferðir og þar sem veglegir vinningar voru í boði

DEILA