Myndbandakeppni fyrir ungt fólk

Norræna verkefnið NordMar Biorefine sem Matís stýrir hefur sett af stað myndbandasamkeppni fyrir ungmenni á aldrinum 14-19 ára. Keppnin er opin öllum á þessum aldri á Norðurlöndunum, þar með talið á Íslandi.

NordMar Biorefine verkefnið gengur út á það að kanna möguleikana sem felast í fullnýtingu þeirra sjávarauðlinda sem nýttar eru á Norðurlöndunum með lífmassaverum. Samhliða þeirri vinnu hafa Norræn lífmassaver verið nýtt sem fyrirmyndir áframhaldandi uppbyggingar Matís á lífmassaveri í Neskaupstað sem mun meðal annars stuðla að aukinni fullnýtingu sjávarauðlinda.

Markmiðið með myndbandakeppninni er að höfða til frumkvöðlahugsunar unga fólksins en með myndböndunum gefst því kostur á að setja fram sínar hugmyndir um hvernig nýta megi auðlindir hafs og vatns á nýjan eða betrum bættan hátt. Sérstök áhersla er lögð á þær auðlindir sem eru van- eða ónýttar. Myndböndin mega vera hvernig sem er, þ.e. leikin, heimildamyndir, teiknimyndir o.s.frv. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir besta myndbandið!

Nánari upplýsingar og skýringarmyndband á íslensku má finna á vefsíðu Matís hér: https://matis.is/frettir/norraen-myndbandasamkeppni-vertu-med/

DEILA