Matvælastofnun varar við neyslu á Kinder Surprise súkkulaðieggjum vegna gruns um salmonellu.
Hægt er að rekja 150 tilfelli til neyslu á þessum eggjum og hafa þau komið upp í tíu Evrópulöndum.
Matvælastofnun fær upplýsingar um dreifingu Kinder eggja í gegnum Rasff hraðviðvörunarkerfi Evrópu. Fleiri tilkynningar eru væntanlegar.
Upplýsingar um vörurnar:
Framleiðandi: Ferrero
Framleiðsluland: Belgía
Vöruheiti: Kinder Surprise, 20g Nettómagn: 20g Strikamerki: 40084107 Best fyrir dagsetningar: Allar | Vöruheiti: Kinder Surprise. 3x20g Nettómagn: 3x20g Strikamerki: 8000500026731 Best fyrir dagsetning: Allar |
Vöruheiti: Kinder Surprise Maxi, 100g (Easter) Nettómagn: 100g Strikamerki: 4008400231327 Best fyrir dagsetningar: Allar | Vöruheiti: Kinder Surprise, 100g (Christmas) Nettómagn: 100g Strikamerki: 4008400230726 Best fyrir dagsetningar: Allar |
Neytendur eru beðnir um að neyta vörunnar ekki, heldur skila henni til verslunar þar sem hún var keypt, eða hafa samband við fyrirtækin ÍSAM og/eða Aðföng. Sjá tilkynningu frá Matvælastofnun.