MAKRÍLL

Makríll verður allt að 60 cm en algeng stærð er 35-46 cm. Hér við land hefur hann veiðst lengstur 57 cm.

Heimkynni makríls eru í Miðjarðarhafi, Svartahafi og Norður-Atlantshafi. Hann er einnig við strendur Norður-Ameríku.

Til Íslandsmiða flækist makríllinn alloft, allt frá stökum fiskum upp í stórar torfur. Síðan árið 2007 hefur verið óvenju mikið um makríl á Íslandsmiðum.

Makríll er uppsjávar-, torfu- og göngufiskur. Hann er ágætur sundfiskur og mjög hraðsyndur.

Fæða er mjög breytileg eftir aldri. Ungfiskar éta svifkrabbadýr, egg þeirra og seiði, auk fiskseiða. Fullorðnir fiskar éta rauðátu, ljósátu, krabbalirfur, pílorma og ýmsa fiska.

Af vefsíðu Hafrannsóknastofnunar

DEILA