Lögreglan fylgist með akstri og ástandi ökumanna

Lögreglan á Ísafirði mun halda uppi sérstaklega öflugu eftirliti með ástandi ökumanna nú um páskana og biður ökumenn að sýna biðlund ef raðir myndast í umferðinni.

Einnig bendir lögreglan ökumönnum á að séu þeir ekki vissir um ástand sitt að morgni dags, eða hvenær sem er, þá er þeim velkomið að koma á lögreglustöðina og fá að blása til að kanna hvort ástand þeirra leyfi akstur ökutækis.

DEILA