Lóa – stuðningur við nýsköpun á landsbyggðinni

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra veitir styrki til eflingar nýsköpunar á landsbyggðinni í samræmi við nýsköpunarstefnu stjórnvalda.

Markmið Lóu – nýsköpunarstyrkja er að styðja við nýsköpun, frumkvöðlastarfsemi, verðmætasköpun og atvinnulíf sem byggir á hugviti og þekkingu, á forsendum viðkomandi svæða. Heildarfjármunir til úthlutunar  er 100 milljónir króna.

Við mat á umsóknum er horft til eftirfarandi þátta:
• Nýsköpun og nýnæmi 50%
o Mikilvægi verkefnis fyrir nýsköpun og uppbyggingu á hugvitsdrifnu atvinnulífi á viðkomandi svæði
o Mikilvægi verkefnis fyrir verðmætasköpun á svæðinu
o Tenging við nýsköpunarstefnu stjórnvalda og svæðisbundnar áherslur á sviði nýsköpunar og atvinnulífs (sbr. sóknaráætlanir landshlutanna)
o Skalanleiki verkefnis
Við mat á nýnæmi verkefna er stuðst við skilgreiningu OECD um nýsköpun: Nýsköpun er skilgreind sem innleiðingu nýrrar eða mjög endurbættrar vöru, þjónustu eða ferils, nýrrar aðferðar til markaðssetningar eða nýrrar skipulagsaðferðar í viðskiptaháttum, skipulagi á vinnustað eða ytri samskiptum.
• Faglegir þættir 25%
o Gæði verkefnis:
▪ Eru markmið verkefnis skýr?
▪ Kemur skýrt fram hvernig verkefnið verður unnið (verk- og tímaáætlun)?
▪ Kemur fram hvernig markmiðum verkefnis verður náð?
▪ Kemur fram hvernig árangur verður metinn?

o Faglegur bakgrunnur umsækjanda og annarra þátttakenda
o Fjárhagslegur grundvöllur verkefnis og önnur fjármögnun (sjá í kaflanum um fjárhagsáætlun verkefnis hér ofar)
• Samfélagslegt gildi 15%
Segja skal frá því í umsókn hver áhrif verkefnis gætu orðið nái verkefnið fram að ganga. Umsækjendur skulu greina í stuttu máli frá því hvaða heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna verkefnið tengist.
o Mikilvægi verkefnis fyrir uppbyggingu vistkerfis nýsköpunar og nýrrar þekkingar á svæðinu. Tenging verkefnis við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
• Samstarf 10%
Segja skal frá því hvaða aðilar koma að verkefninu og hvort um er að ræða samstarf og í hverju samstarfið er fólgið. Ath. hér er ekki átt við verktaka sem koma að verkefninu og fá greitt fyrir sína vinnu.
o Samstarf á alþjóðlegum vettvangi
o Samstarf við háskóla/fagstofnanir
o Annað samstarfs sem er mikilvægt fyrir verkefnið

DEILA