Lappi, Bonka og Skrugga eru leitarhundar á Patreksfirði

Nýlega tóku hundarnir Lappi, Bonka og Skrugga ásamt eigendum sínum þátt í 5 daga námskeiði á Sauðárkróki á vegum Björgunarhundasveitar Íslands. Þetta er liður í þjálfun hundanna til að leita að fólki í snjóflóðum.

Hundarnir hljóta einnig þjálfun á tveimur til fjórum námskeiðum á sumrin en þá eru þeir þjálfaðir í víðavangsleit. Þannig er ljóst að eigendur hundanna leggja á sig mikla vinnu, ferðalög og fjármuni til að hundarnir fái þjálfun sem að gagni kemur þegar leita þarf að fólki.

Þröstur Reynisson og Lappi luku A-prófi og Guðmundur Pétur Halldórsson og Bonka B-prófi og eru þeir báðir tilbúnir þegar kallið kemur. Magni Smárason með tíkina Skruggu fékk C-próf en þar er á ferðinni ungur hundur sem með aukinni þjálfun mun verða tilbúinn til að takast á við alvöru hlutverk þegar þar að kemur.

Tíkin Bonka komin á útkallsskrá með B próf.
DEILA