Þriðjudagur 29. apríl 2025

Kiwanis gefur öryggishjálma

Auglýsing

Í morgun komu þeir Gunnlaugur Gunnlaugsson og Sveinbjörn Björnsson frá Kiwanisklúbbnum Básum á Ísafirði í Grunnskólann á Ísafirði og færðu öllum 1. bekkingum, alls 48 nemendum öryggishjálma að gjöf. 

„Um leið og við þökkum Kiwanismönnum kærlega fyrir þessar rausnarlegu gjafir, þá minnum við alla á nauðsyn hjálmanotkunar, bæði á reiðhjólum, hlaupahjólum og hvers kyns öðrum hjólum.“ segir á facebooksíðu Grunnskólans.

Auglýsing

Nýtt á BB

Auglýsing

Fleiri fréttir