Ísafjörður: Mögulegar landfyllingar

Verkfræðiskrifstofan Verkís hefur lagt mat á fjóra valkosti landfyllingar í Skutulsfirði.

Um þessa fjóra kosti segir í skýrslu Verkís:

  1. Landfylling – Suðurtangi. Íbúðarsvæði 4,0 ha – raskað svæði 2,7 ha – mögulegt byggingarland 200.000 m3

Skjól frá norðlægum áttum og kvöldsól á sumrin. Óveruleg áhrif á núverandi byggð, ásýnd og menningarverðmæti.
Nálægð við atvinnusvæði, flugvöll og fjarlægð frá þjónustu rýra gæði byggðar. Fráveita fer út fyrir Eyrina. Hentar ekki mjög vel fyrir íbúðarbyggð – frekar atvinnustarfsem.

2. Landfylling – Pollurinn. Íbúðarsvæði 4,5 ha – raskað svæði 0,9 ha – mögulegt byggingarland 200.000 m3.

Skjól frá norðlægum áttum – takmörkuð kvöldsól á sumrin. Gott aðgengi að þjónustu og opnar aðgengi að Pollinum. Talsverð ásýndarbreyting en mögulegt að endurheimta fyrri ásýnd – gömlu fjöruna. Áskoranir við útfærslu innviða. Göngustígur meðfram Pollgötu í samræmi við skipulag.

3. Landfylling – Mávagarður. Íbúðarsvæði og nokkrar athafnalóðir 4,5 ha – raskað svæði 3,1 ha – mögulegt byggingarland 200.000 m3.

Hluti svæðisins lítt varinn fyrir norðlægum áttum – þarf öfluga rofvörn á hluta strandlengjunnar. Gott útsýni og liggur vel við innviðum og þjónustu. Nokkur áhrif á núverandi byggð, m.a. vegna umferðar.

4.Landfylling norðan Eyrar. Íbúðarsvæði og útivistarsvæði 4,5 ha – raskað svæði. 3,2 ha – mögulegt byggingarland
160.000 m3

Berskjaldað fyrir norðlægum áttum – ríkjandi vindátt. Þarf öflugar sjóvarnir. Gott útsýni og liggur vel við innviðum og þjónustu. Nokkur áhrif á núverandi byggð, m.a. vegna umferðar og skerts útsýnis. Svæðið liggur að hverfisvernduðu svæði. Útivistarfjara hverfur en mögulegt er að skapa nýja á kostnað byggingarlands.


DEILA