Hundagarðurinn á Hauganesi

Frá vinstri: Jón Karl Ngosanthiah Karlsson, Jóhanna Ýr Barðadóttir, Halla María Ólafsdóttir, Viktoría Rós Þórðardóttir, Snæfríður Lillý Árnadóttir og Weronika Anikiej.

Í byrjun apríl tóku þrjú lið frá MÍ þátt í Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla – JA Iceland. Allir þátttakendur eru nemendur í áfanganum HUGN1HN05 en Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir kennari lista- og nýsköpunargreina er kennari í áfanganum.

Liðin mættu ásamt kennara sínum í Smáralindina þann 1. apríl s.l. og settu upp sýningarbása fyrir verkefnin sín, en alls voru það 600 nemendur frá 14 framhaldsskólum sem mæettu til leiks með 124 fyrirtæki sem kynntu og seldu vörur sínar og þjónustu. 

Eitt þessara fyrirtæka, Hundagarðurinn á Hauganesi er komið áfram í úrslit 35 fyrirtækja en í því felst viðtal við dómara og 4 mínútna kynning ásamt skilum á lokaskýrslu og myndböndum.

Aðstandendum Hundagarðsins á Hauganesi er óskað innilega til hamingju með árangurinn og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu hjá liðinu. Stofnendur fyrirtæksins má sjá á myndinni sem fylgir fréttinni.

DEILA