Friðlandið á Hornströndum var friðlýst sem friðland árið 1975 í samræmi við lög nr. 47/1971 um náttúruvernd með auglýsingu í Stjórnartíðindum nr. 366/1975. Friðlýsingin var endurskoðuð árið 1985 með auglýsingu nr. 332/1985.
Hornastrandanefnd er starfandi samráðsnefnd um málefni friðlandsins á Hornströndum. Samkvæmt skipunarbréfi er hlutverk nefndarinnar m.a. að veita ráðgjöf um málefni friðlandsins, framkvæmdir á svæðinu, stefnu þess o.s.frv. Nefndin er skipuð fulltrúum tilnefndum af Ísafjarðarbæ, Landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps auk Umhverfisstofnunar. Friðlandið á Hornströndum heyrir undir starfsstöð Umhverfisstofnunar á Ísafirði, þar starfar sérfræðingur að málefnum friðlandsins allt árið.
- Fulltrúar Hornstrandanefndar
- Kristín Ósk Jónasdóttir, Umhverfisstofnun, formaður
- Andrea Harðardóttir, Ísafjarðarbær
- Guðmundur Gunnarsson, Ísafjarðarbær
- Ingvi Stígsson, landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps
- Margrét Katrín Guðnadóttir, landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps
- Sölvi Sólbergsson, landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps