Handbolti – Síðasti leikurinn á tímabilinu og sá mikilvægasti

Hörður fær Þór í heimsókn föstudaginn 8. apríl klukkan 19:30 í síðasta leiknum á tímabilinu þar sem allt er undir. Deildarmeistaratitill og sæti í efstu deild á næsta ári.

Herði vantar aðeins eitt stig til að tryggja sér fyrsta sætið og því dugar jafntefli en markmiðið hjá Herði er auðvitað að vinna leikinn.

Það var magnað að sjá hversu margir mættu á leikinn gegn Fjölni síðasta sunnudag og því tilefni til þess að tjalda öllu til og fylla hvert einasta sæti sem er í boði í húsinu.Mætum og styðjum við strákanna okkar í þessum síðasta leik og hjálpum þeim að taka þetta síðasta skref til að innsigla sigur.

Staða efstu liða í deildinni

Eins og alltaf þá er FRÍTT INN á alla leiki hjá handboltanum og því engin ástæða að mæta ekki.

DEILA