Þá er komið að því, strákarnir okkar í handboltanum hafa barist í allan vetur fyrir þessu augnabliki.
Þegar tveir leikir eru eftir af tímabilinu er Hörður í bílstjórasætinu til að vinna deildina og með því vinna sér inn sæti í efstu deild á næsta tímabili.
Hörður á tvo leiki eftir og eru þeir báðir heimaleikir, gegn Fjölni sunnudaginn 3. apríl klukkan 18:30 og gegn Þór föstudaginn 8. apríl klukkan 19:30. Hörður, ÍR, Þór og Fjölnir eru öll að berjast fyrir því að fá sæti í efstu deild á næsta tímabili.