Framboðslisti í Bolungarvík – MÁTTUR MEYJA OG MANNA

Bolungavík.

Stolt kynnum við framboð til sveitarstjórnar 2022, K-listi MMM, Máttar meyja og manna.

Er það okkar von að aðdragandi kosninga verði heiðarlegur og sanngjarn eins og samstarf flokka síðasta kjörtímabils hefur endurspeglað.

Öflug samvinna, samtal og heiðarleiki er okkar mottó og er það okkar ósk að svo verði áfram því við teljum það vera best fyrir framtíð Bolungarvíkur og Bolvíkinga.

Hugur okkar er að endurráða framkvæmdastjóra sveitarfélagsins, Jón Pál Hreinsson sem hefur sinnt sínu starfi vel að okkar mati.

K-listi MMM hefur verið samþykkur og er hann eftirfarandi.

1. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, ráðgjafi og bæjarfulltrúi

2. Magnús Ingi Jónsson, þjónustufulltrúi og bæjarfulltrúi

3. Ástrós Þóra Valsdóttir, leikskólakennari

4. Olga Agata Tabaka, stuðningsfulltrúi

5. Guðfinnur Ragnar Jóhannsson, vélfræðingur og rafvirkjanemi

6. Hjörtur Traustason, rafvirki og bæjarfulltrúi

7. Monika Gawek, stuðningsfulltrúi

8. Helga Jónsdóttir, kennari

9. Guðbergur Arnarson, rafeindavirki

10. Ketill Elíasson

11. Reimar Vilmundarson, skipstjóri

12. Hörður Snorrason, sjómaður

13. Stefán Línberg Halldórsson, stálsmiður

14. Matthildur Guðmundsdóttir, frú

DEILA