Á síðasta ári var safninu gefið þetta líkan af hugmynd að stækkuðum bát, Fáki ÍS-5, sem var opinn vélbátur.
Þann bát hafði Frímann Haraldsson á Horni smíðað árið 1930. Líkanið smíðaði Gunnar Albert Hannes Hilaríusson árið 1949. Gunnar var mikill áhugamaður um skipasmíðar og hafði hug á að læra þá iðn. Eftir andlát Gunnars árið 1950 var líkanið varðveitt en 67 árum síðar var komin á það viðhaldsþörf og sá tré- og handverkshús Markúsar Erlings Andersen á Akranesi um það.
Báturinn er einstaklega falleg smíði og ber handbragði smiðsins fagurt vitni.
Gefandi er Hans Guðmundur Hilaríusson frá Hesteyri, bróðir Gunnars.
Af vefsíðu Byggðasafns Vestfjarða