Engir listar í 5 af 9 sveitarfélögum á Vestfjörðum

Í 5 af 9 sveitarfélögum á Vestfjörðum komu ekki fram framboðslistar vegna sveitarstjórnarkosninga í maí.

Þessi sveitarfélög eru Reykhólahreppur, Tálknafjarðahreppur, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur. Á þessum stöðum verður því um að ræða persónukjör þar sem allir eru kjörgengir í sveitarstjórn sem kosningarétt hafa í sveitarfélaginu og hafa óflekkað mannorð.

Samkvæmt 49. grein kosningalaga, 4. málsgrein er þeim sem kjörgengir eru, heilir og hraustir og yngri en 65 ára skylt að taka kjöri í sveitarstjórn.

Þó geta þeir þeir sem áður hafa setið í sveitarstjórn skorast undan því að vera í kjöri.

Í hinum sveitarfélögunum á Vestfjörðum komu fram 2 listar í Bolungarvík, Vesturbyggð og í Strandabyggð en 4 listar komu fram í Ísafjarðarbæ.

DEILA