Dánir eftir vikum 2017-2022

Fyrstu 13 vikur ársins 2022 dóu að meðaltali 58,2 í hverri viku eða fleiri en fyrstu 13 vikur áranna 2017-2021 þegar 46,1 dóu að meðaltali.

Í níundu viku (dagana 28. febrúar til 6. mars 2022) dóu 78 einstaklingar en það er hæsta gildi einnar viku fyrir tímabilið 2017-2022. Að jafnaði dóu flestir í aldursflokknum 90 ára og eldri yfir tímabilið 2017-2022.

Tíðasti aldur látinna fyrstu 13 vikur 2022 var 90 ár en 87 ár fyrir sömu vikur áranna 2017-2021.

Á myndinni má sjá línurit yfir þróun á vikulegri dánartíðni árin 2017-2022. Til þess að sýna betur þróun vikulegrar dánartíðni eru línurnar í myndritinu tregbreytilegar og miðað við 10 vikna hlaupandi meðaltal í stað þess að sýna hráar talningar gagnanna. Með þessu móti er auðveldara að bera saman og skoða þróun yfir þau ár sem liggja til grundvallar enda er vikuleg dánartíðni yfirleitt mjög lág á Íslandi og tölurnar talsvert flöktandi frá einni viku til annarrar.

DEILA