Bíbí í Berlín

Hjá Háskólaútgáfunni er komin út bókin Bíbí í Berlín – Sjálfsævisaga Bjargeyjar Kristjánsdóttur.

Bíbí hét fullu nafni Bjargey Kristjánsdóttir (1927 – 1999) en hún var kennd við kotbæ foreldra sinna, Berlín,  sem var rétt utan við Hofsós.

Hún þótti bráðgert barn en veiktist á fyrsta ári og var síðar stimpluð sem „fáviti” af fjölskyldu sinni og sveitungum.

Þegar móður Bíbíar féll frá var hún þrítug og var þá flutt á elliheimilið á Blönduósi þar sem hún dvaldi í tæpa tvo áratugi.

Um síðir flutti hún í þorpið og lifði þar í skjóli vina. Þetta er hennar saga – sjálfsævisaga – en fáir vissu að hún væri læs eða skrifandi.

DEILA